
NJÁLUVAKA | RANGÁRÞINGI | 21.-24. ÁGÚST 2025
Njáluperlur
Skemmti-, lista- og fræðakvöld. Frumsýning sérsamina leikþátta, Karlakór Rangæinga, Hundur í óskilum með ný frumsamin Njálutengd lög, erindi um tvær af sterkustu persónum Njálu o.fl. Glitrandi listaperlur og fróðleiksmolar sem gera fyrsta kvöld Njáluvöku ógleymanlegt. Efnið verður síðar aðgengilegt á vefnum njaluslodir.is.
- Svandís Dóra Einarsdóttir, höfundur sérsaminna leikþátta úr Njálu ásamt leikhópi sínum, Atla Rafni Sigurðssyni, Ingvari Sigurðssyni og Sólveigu Arnarsdóttur
- Hundur í óskilum – Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
- Karlakór Rangæinga undir stjórn Einars Þórs Guðmundssonar
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og þjóðfræðingur, um harm Hildigunnar Starkaðardóttur
- Friðbjörn Garðarsson hæstaréttarlögmaður um Njál Þorgeirsson, lögspeking Íslands
- Guðni Ágústsson, setningarávarp
Aðgöngumiðar á midix.is. Verð 4.500 krónur.
Njálsbrenna
Hópreið 99 skikkjuklæddra hestamanna í slóð Brennu-Flosa lýkur með skrautreið á Rangárbökkum áður en eldur er borinn að táknrænni endurbyggingu Bergþórshvols. Heyra má Njál og Bergþóru mæta örlögum sínum í bálinu. Víkingabardagi, fimi Skarphéðins, karlakór Rangæinga ásamt Öðlingunum, Hundur í óskilum, brekkusöngur o.fl. Eftirminnileg skemmtun með sögulegu ívafi.
- Arthur Björgvin Bollason og Guðni Ágústsson sagnamenn og stjórnendur kvöldsins
- Karlakór Rangæinga og Öðlingarnir
- Hundur í óskilum – Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
- Jón Sigurður Gunnarsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum
- Víkingafélagið Rimmugýgur sviðssetur bardaga undir alvæpni
- Hermann Árnason leiðir brennureið og tendrar bálið
- Leikraddir innan úr Bergþórshvoli magna stemningu brennunnar
- Magnús Kjartan Eyjólfsson leiðir brekkusöng
Enginn aðgangseyrir. Hátíð í boði Njálufélagsins
Njálumessa
Hátíðarmessa í Oddakirkju til heiðurs Snorra Sturlusyni með margvíslegum Njálutengingum.
- Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Oddaprestakalli
- Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna
- Sr. Kristján Arason, prestur á Breiðabólsstað
- Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prófastur og prestur í Hrunaprestakalli
- Óskar Guðmundsson rithöfundur: Njála og Snorri Sturluson

Njáluboð Bergþóru
Sértilboð á völdum veitingastöðum alla Njáluvökuna í anda síðustu máltíðarinnar sem Bergþóra Skarphéðinsdóttir bauð heimafólki sínu kvöldið sem Bergþórshvoll var brenndur.
Björkin
Hvolsvelli
Eldstó
Hvolsvelli
Gallery Pizza
Hvolsvelli
Grill 66 / Olís
Hellu
Hótel Rangá
Magma Food and Drinks
Hvolsvelli
Midgard
Hvolsvelli
N1 Hlíðarenda
Hvolsvelli
Stracta Bistro
Hellu
Valhalla
Hvolsvelli
Um Njálufélagið
Njálufélagið er stofnað til þess að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntsögu. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð er Njáluvaka sem haldin verður í Rangþárþingi dagana 21.-24. ágúst 2025. Í framhaldinu er ráðgert að efna til annarra viðburða og örva með ýmsum öðrum hætti áhuga og umfjöllun um þetta rómaða íslenska bókmenntaafrek sem segja má að hafi verið unnið á Íslandi löngu áður en álíka ritlistarmenning skapaðist í nágrannalöndum okkar.
Það er langtímamarkmið Njálufélagsins að halda lífi í orðspori Brennu-Njáls sögu hjá komandi kynslóðum íslensks samfélags. Njáluvakan í Rangárþingi ýtir þeim róðri úr vör.
Frumkvöðull að stofnun Njálufélagsins er Guðni Ágústsson, stjórnarformaður félagsins. Með honum í stjórn þess eru Hermann Árnason, Lárus Bragason, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Varamenn eru Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Gunnar Steinn Pálsson.
